VER lausnir ehf
Ecoraster grindur í bílastæði, göngustíga, innkeyrslur, hestabúskapinn og fleira. Grindurnar eru framleiddar úr endurunnu plasti eins og t.d. innkaupapokum meðal annars frá Íslandi. Framleiddar af Purus Plastics GmbH í Þýskalandi.
Hugsum um viðkvæma, íslenska náttúru
– Ecoraster jarvegsgrindurnar taka í sig hita en geisla honum ekki frá sér eins og malbik.
– Grindurnar stuðla að eðlilegri grunnvatnsstöðu og draga úr hættunni á að lækir myndist í göngustígum og eyðileggi land.
– Grindurnar eru endurvinnanlegar
Hér kemstu beint
Unnin verk
Við erum svo heppinn að eiga mikið af myndum af hinum einstöku verkum. Hér fyrir neðan eru sýnishorn af nokkrum
Extreme Sports
Hvers vegna Ecoraster
Flutningur og geymsla
Jarðvegsgrindurnar eru auðveldar í flutningi. Þær staflast vel og eru afgreiddar á brettum sem hámarkar geymslupláss og lækkar flutningskostnað.
Létt að leggja
Hver jarðvegsgrind er sett saman úr 12 einingum. Heildarstærð grindar er 1,3 ferm. Þyngd er 6-10 kg pr. ferm – mismunandi eftir tegundum. Einn maður getur lagt allt að 100 fermetrar á klukkustund. Auðvelt að saga eða sníða. Ekkert ryk.
Útlit og áferð
Hægt að fylla grindurnar með mulningi, skrautmöl eða lituðum sandi. Einnig er hægt að fá skrautmöl sem er límd saman með sérstöku lími og auðvelt er að rækta gras í hólfunum eða fylla þau með kurli.
Sterkar og endingargóðar
Ecoraster jarðvegsgrindurnar eru einstaklega sterkar, en þær þola allt að 300 t þunga á ferm. (E50 ófylltar) og 20 t öxulþunga. Ecoraster jarðvegsgrindurnar eru endingargóðar og slitna lítið. Efnið í grindunum rennur ekki á brott í rigningum. Þessi staðreynd getur sparað háar fjárhæðir.
Öruggar læsingar
Grindurnar eru með öruggar og nettar læsingar. Það er auðvelt að losa grindurnar í sundur og nota á nýjum stað.
Hagkvæmt og umhverfisvænt
Innbyggðar þenslutengingar tryggja stöðugra yfirborð og þyngd dreifist jafnt á flötinn. Ekki þarf að þjappa jarðveginn og minni þörf á berandi undirlagi. Ecoraster jarðvegsgrindur menga hvorki grunnvatn eða jarðveg.
Við viljum sjá
Það er eru margir sem vilja sjá hvernig aðrir eru að nota Ecoraster grindurnar sem lausn.