Þetta er málið
Ég er með Ecoraster grindur í útigerði fyrir kýr með kálfa, við hliðina er samskonar gerði en ekki með Ecoraster.
Munurinn er töluverður. Ecoraster kemur í veg fyrir að gerðið breytist í forarsvað þegar bleytir í. Það sama er ekki hægt að segja um gerðið án Ecoraster, það versnar og versnar, veðst upp og myndast stórir pollar. Þarf að moka úr því með traktor og keyra nýja möl í með reglulegu millibili.
Það er auðvelt að halda hreinu með því að skafa með sköfu með gúmmíkanti.
Skíturinn úr kúnum gengur auðvitað ekki niður en grindurnar drena vel eru fljótar að þorna eftir rigningu og kúnum líður vel á grindunum, þær virðast sækja í að liggja á þeim. Grindurnar eru ekki sleipar. Þær ganga ekki úr lagi og heilt yfir er ég ánægður með þær og kýrnar líka.
Þórarinn Jónsson, Hálsi í Kjós
Þær fara þarna út þó að rigni
Það þarf að breyta þessum texta líka
Verð að breyta þessu eða sleppa
Setja svo texta hérna
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.