Ecoraster E40 hentar fyrir göngustíga

Grindurnar eru sterkar, léttar og einfaldar að leggja

Margir möguleikar á fyllingu í grindurnar t.d. með mulningi, skraut möl, lituðum sandi. Líka hægt að rækta gras upp úr grindunum eða fylla með kurli

Grindurnar eru með læsingum sem tryggja að allur flöturinn er örugglega samlæstur. Það er auðvelt að losa þær í sundur og nota á nýjum stað

Kostirnir við Ecoraster eru ótalmargir!

Þær eru sterkar og þú getur elt landslag og beygjur í göngustígum að vild. Viltu fá mjúka beygju fyrir horn? Skoðaðu Ecoraster sem er með beygjueiningar.

Einingarnar læsast saman

Grindurnar frá Ecoraster læsast fljótt og vel saman. Þetta skiptir öllu þegar grindurnar eru lagðar.

Frábær burður í grindunum

Við hönnunina var áhersla lögð á að grindurnar bæru vel mikla þyngd og notkun. Góð hönnun tryggir að grindurnar þola hvort tveggja mjög vel.

Svart, grænt og brúnt

Mismunandi landslag og umhverfi kallar á mismunandi liti. Þú getur valið á milli þriggja: Svart, grænt og brúnt.

Þú beygir með Ecoraster!

Beygjueiningar sem auðvelda lagningu eftir landslaginu. Göngustígar eru sjaldnast beinir. Plön geta komið flott út ef á þeim eru mjúkar beygjur.

Fleiri aukahlutir

Líka hægt að fá bílastæðamerki, lamir og fleira

Umhverfisvænt

Ecoraster grindurnar er hægt að endurvinna. Þær eru gerðar úr endurunnum plastpokum. Ecoraster hugsar dæmið til enda!

Hafðu samband til að fá ráð

Ecoraster við Geysi í Haukadal. Skoðaðu myndir sem sýna byrjunina.

Ecoraster notað í göngustíg fyrir söguhringinn í Borgarbyggð. Skoðaðu myndir sem sýna þér hvernig þar er staðið að málum.

Ecoraster er kominn í þjóðgarðinn á Snæfellsnesi. Skoðaðu myndir sem sýna þér hvernig þar er staðið að málum.

Hefur þú komið að Bjarnarfossi í Staðarsveit? Grindurnar frá Ecoraster eru í göngustígunum, fylltar með malarefni sem gras á auðveldt með að vaxa í!

Við gerð göngustíga við Fjaðrargljúfur voru notaðar grindur frá Ecoraster. Sjáðu hvernig staðið var að málum við þessa náttúruperlu.

Ecoraster stígur við Gluggafoss, lagður vorið 2021

Ecoraster er frábært við sjávarsíðuna! Seyðfirðingar vildu afmarka göngusvæðið við skemmtiferðaskipa móttökuna. Með því að nota Ecoraster var þetta einfaldast og fljótlegast.

Vatnajökulsþjóðgarðurinn valdi Ecoraster í Skaftafelli. Sjáðu hvað þar var gert og hvernig.

Ecoraster bætir útivistina! Þú finnur grindurnar frá Ecoraster í Úlfarsfelli. Þúsundir þéttbýlisbúa hafa Ecoraster undir fótum þegar þeir leggja á Úlfarsfell!

Þegar ákveðið var að breyta göngustígnum á Svalþúfu voru grindurnar bara teknar upp og færðar á nýjann stað. Nýjum grindum var svo bara bætt við.

Grindur frá Ecoraster voru lagðar hjá Gullfossi, sem bráðabirgðalausn, lagt ofan á drendúk sem settur var yfir drulluna.

Kirkjufellsfoss við Grundarfjörð er mjög vinsæll staður.

Frábær læsing

Léttir lagningu grindana og eykur burðarþolið

Ecoraster er framleitt af Purus Plastics GmbH

Fyrirtækið var stofnað árið 1994 með það að markmiði að endurnýta plast fyrir grænni veröld. Nýja vöru eða leysa af hólmi annað efni og þannig leggja sitt á vogaskálina til verndunar á umhverfinu. Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni Purus Plastics GmbH