Örplast – vaxandi áskorun
Örplast (microplastics) er eitt stærsta umhverfisvandamál samtímans og finnst í dag í jarðvegi, sjó og andrúmslofti um allan heim. Agnirnar brotna mjög hægt niður og rannsóknir benda til þess að niðurbrot geti tekið aldir. Samhliða þessu telja vísindamenn að örplast geti safnast upp í fæðukeðjunni og haft áhrif á heilsu manna og dýra.
Plast í jarðvegi getur komið frá mörgum uppsprettum, svo sem sliti dekkja, veðrun, landbúnaðaraðföngum, mold og ýmsum plastefnum. Það er því skiljanlegt að umræðan um plast veki sterkar tilfinningar og áhyggjur.
Ábyrg plastnotkun skiptir máli
Plast er ekki sjálfkrafa vandamál, óábyrg notkun þess er vandamálið. Þegar plast er notað á réttan hátt, í vörum sem eru hannaðar til langtímanotkunar og innan lokaðs hringrásarkerfis, getur það verið hluti af lausninni.
Ecoraster er hluti af lausninni
Ecoraster jarðvegsgrindur sameina styrk, endingu og umhverfisábyrgð.
Ecoraster:
-
Er framleitt úr 100% endurunnu plastúrgangi sem annars yrði oft brenndur
-
Eru mjög endingargóðar jarðvegsgrindur
-
Brýtur ekki niður og losar ekki örplast þegar það er notað
-
Verndar jarðveg, dregur úr rofi og eykur stöðugleika yfirborðs
-
Bætir íferð yfirborðsvatns og styður við náttúrulegt vatnsflæði
Þetta gerir Ecoraster að áreiðanlegri lausn fyrir svæði þar sem umhverfi, ending og álag skipta máli.
Hringrásarhugsunin – Ecoraster fer allan hringinn
Ecoraster er hannað með hringrásarhagkerfið að leiðarljósi:
-
Framleitt úr endurunnu efni
-
Endurnýtanlegt eftir notkun
-
Endurvinnanlegt að líftíma loknum
-
Hannað til langtíma endingar, sem dregur úr þörf á viðhaldi og endurnýjun
Með þessu styður Ecoraster við virka verndun auðlinda, stöðugleika jarðvegs og sjálfbæra uppbyggingu, jafnvel við krefjandi íslenskar aðstæður.