Vökvunarkerfi
Vökvunarkerfi fyrir reiðhallir
Vökvunarkerfi fyrir reiðhallir frá BUCHHOLZ Maschinen und Pumpen GmbH tryggja jafnt og stöðugt undirlag, betri loftgæði án ryks og skapa þannig kjöraðstæður fyrir bæði hest og knapa. Hægt er að velja tímastillta vökvun, hvort eigi að vökva allt gólfið eða bara ákveðna hluta gólfsins og einnig hversu mikið eigi að vökva.
Með kerfum frá BUCHHOLZ færðu nákvæma vatnsdreifingu og lágmarks vatnsnotkun
Þú getur valið á milli tveggja hágæða lausna:
-
COMFORT AQUAMOBIL: Færanlegt kerfi sem rennur mjúklega eftir braut um reiðhöllina og tryggir jafna vökvun alls flatarins.
-
CLASSIC PLUS: Fast uppsett kerfi sem sér um reglubundna og áreiðanlega vökvun með lágmarks viðhaldi.
Hvort sem þú ert að byggja nýja reiðhöll eða leitar að betri lausn fyrir núverandi aðstöðu, finnur þú hjá BUCHHOLZ vökvunarkerfi sem mætir þínum þörfum hannað með öryggi, hagkvæmni og velferð hestsins í huga.
Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá ráðgjöf. Við hjálpum þér að finna fullkomna lausn fyrir þína reiðhöll.
COMFORT
CLASSIC
VÖKVUNARKERFIÐ Á SUMARLIÐABÆ
Færanleg vökvunarkerfi frá Buchholz Group
Vegna mikillar hreyfanleika og langrar drægni tryggja vökvunarkerfin jafna, skilvirka og góða vökvun með sem minnstu fyrirhöfn. Þau eru sérstaklega hönnuð fyrir minni vökvunarsvæði og svæði með breytilega notkun, tilvalin fyrir ræktunarsvæði/garðyrkju, landbúnað, reiðsvæði og íþróttavelli (t.d. fótboltavelli).
Helstu kostir:
Fjölhæf notkun: Hentar fyrir ræktunarsvæði, reiðvellina, landbúnað, íþróttasvæði o.fl.
Mjög færanleg: Auðvelt að flytja milli svæða og setja upp
Löng drægni og sterk hönnun: Endingargóð og áreiðanleg
Hagkvæm og vistvæn vökvun: Betri nýting vatns og minni sóun

Vatnsprins
Þrýstingur: 3,0 – 4,0 bar
Vatnsnotkun: 1,5 – 2,5 m³/klst
Vinnubreidd: 15 – 25 m (breidd svæðisins sem Vatnsprins getur vökvað í einu)
Vinnulengd: hámark 65 m (lengd svæðisins sem Vatnsprins getur vökvað án þess að þurfa að færa hann)
Slöngulengd: 50 m
Hraði: 10 – 30 m/klst
Þyngd (án vatns): 60 kg

Vatnskóngur
Þrýstingur: 4,5 – 6,0 bar
Vatnsnotkun: 2,5 – 4,0 m³/klst
Vinnubreidd: 25 – 32 m (breidd svæðisins sem Vatnskóngur getur vökvað í einu)
Vinnulengd: hámark 150 m (lengd svæðisins sem Vatnskóngur getur vökvað án þess að þurfa að færa hann)
Slöngulengd: 120 m
Hraði: 10 – 30 m/klst
Þyngd (án vatns): 200 kg

Vatnskeisari
Þrýstingur: 5,0 – 8,0 bar
Vatnsnotkun: 8,0 – 18,0 m³/klst
Vinnubreidd: 35 – 45 m (breidd svæðisins sem Vatnskeisari getur vökvað í einu)
Vinnulengd: hámark 200 m (lengd svæðisins sem Vatnskeisari getur vökvað án þess að þurfa að færa hann)
Slöngulengd: 150 m
Hraði: 10 – 30 m/klst
Þyngd (án vatns): 360 kg










